Hljóða nótt er allt sem áður var
Átti fley en man ei lengur hvar
Flúinn, farinn, hvað er sagt og séð
Satt er vont ef lygi fylgir með
Reysir sverð og skjöld
Ljóða nótt er allt sem áður var
Átti skrín en man ekki hvar
Lurkum laminn, heimtar baen og bón
Brotinn loforð gefa daufan tón
Baeði heit og köld
Góða nótt er allt sem áður var
Átti gull en man ekki hvar
Hvar er trúin sem á faetur fer
Faðir heimsins viltu hjálpa mér?
Trú mun veitast völd
Hljóða nótt er allt sem áður var
Átti gersemi en ekki þar
Flúinn, farinn, hvað er sagt og séð
Sumt var gott en annað fylgdi með
Reysir sverð og skjöld
Sumt var gott en annað fylgdi með
Reysir sverð og skjöld