Stúlka Song Lyrics
Stúlka by Nydonsk Venjuleg íslensk stúlka
með ákafa þjónustulund
Fullorðnir karlmenn að rífast
um klettastrendur og sund
Víkingar sigldu að landi
eftir klifur að klettabandi
Hver á að drottna yfir sandi
sem umkringir íslenskt land.
Viðlag:
Hver á þúst - þúfustör
Hver á hól - hófaför
Hver á fjall - firnindi
Hver á gras - grágrýti
Venjuleg íslensk...
Ótal erlendar stúlkur
í útlöndum fjær
Glaðbjartir hrútar að hyrnast
um hornbandaskeyttar ær
Svona á sveitin að vera
langt fram á haust
Eins gott að þær láti
það afskiptalaust
Ótal erlendar stúlkur
í útlöndum fjær
Viðlag..