Blóm Song Lyrics
Blóm by Nydonsk Varði vökvaði blóm
uns vökvakannan varð tóm
Smellti fingrum stappaði fótum
Söng um leið: Hér skýt ég rótum
Fyrr en varði fann
fagran álfasvan
Eigruðu saman um álfalönd
Alein þau leiddust hönd í hönd
Úr mannheimum
Til álfheima
Viðlag:
Láttu blómin tala
Lífsblóm af sér ala
Fleygðu þér til foldar
Í faðm til móður jarðar
Hvernig var með kotið
konuna heima og slotið
Í Háaleitið hugðist aftur
héldu engin bönd né kraftur
Úr álfheimum
Til mannheima
Viðlag...